Fiskifýla?

Fyrsta umferð var tefld í gærkvöldi og er óhætt að segja að skákirnar voru með fjörugra móti. Lítum á úrslitin:

Sævar Bjarnason tapaði snögglega fyrir Braga Þorfinnssyni. Byrjunin lofaði góðu fyrir mig en allt kom fyrir ekki, ég bjó til gryfju fyrir sjálfan mig að detta í! Og gafst upp um leið. Fýla var engin í mönnum, hvað þá fiskifýla, en ekki get ég sagt að ég hafi glaðst er tveir gamlir góðkunningjar gengu í salinn. Ég hélt þó ró minn þó mér væri heitt í hamsi, nýbúinn að komast að axarskafti mínu! Það er hægt að skemmta skrattanum margvíslega….. Devil

 

Hjörvar Steinn Grétarsson vann skák sína gegn Birni Þorfinnssyni en hún hefði getað farið allavega. Björn átti gangandi þráskák en hafnaði henni. Það kom í ljós að margar vænlegar leiðir voru í boði fyrir Björn en hann sá þær ekki fyrr en eftir skákina. Það er ekki talið með eins og í mínu tilviki. Halo 

Omar Salama virtist vera að kafsigla Andrzej Misiuga. En Andrzej varðist af hörku og sóknin mikla dvínaði og þráskák var niðurstaðan. InLove 

Lenka Ptacnikova hinsvegar kafsigldiJorge Fonseca og er óhætt að segja að hún hélt vel á spilunum. Smile 

Ingvar Þór Jóhannesson náði litlu út úr byrjuninni gegn Walaa Sarwat . Eftir um 20 leiki náði Egyptinn smám saman yfirhöndinni og svo fór að Ingvar tapaði. Bandit  

 En lítum á lok endaleysu minnar á móti Braga, Ég hafði hvítt.

blog2

 

Ég lék hér 24. Bd3 en mun betra er 24. Dd3 Hc5 25. De3 Dxe3 26. fxe3 Hxg5 27. Hb7vog hvítur getur vonast eftir jöfnu tafli!

blogg3

Nú eru góð ráð dýr! Ekkert varnar miklu liðstapi. Hótunin Dg1+ fylgt af Dd1+ og mát er ægileg.

Í dag bíður Egypskur alþjóðameistari, það gæti farið illa! Það gleður eflaust einhvern! Devil

 

Það er hægt að skoða stöðumyndirnar betur með því að ýta á þær með músinni! Þá verða þær stórar og skýrar. Kemur sér vel fyrir þá sem djá illa. Svona smám saman á meðan ég er að þreifa mig áfram, þá er ljóst að gæði síðunnar fara aðeins batnandi útlitslega.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sævar Bjarnason

Höfundur

Sævar Bjarnason
Sævar  Bjarnason
Ég heiti Sævar Bjarnason og er alþjóðlegur meistari í skák.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • blogg3
  • blog2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband