Fiskimarkaðsmótið! Jedúdda mía ......

Eftir mínar vangaveltur þá kom í ljós að Bjjörn Þorfinnsson hyggst hefja alþjóðlegt mót í dag. Teflt verður í skákmiðstöðinni í Faxafeni 12 í skáksal Skákskóla Íslands.  Ánægjulegt að mörgu leiti að tefla í Skákskólasalnum undir öðrum formerkjum en áður.  Það munu víst vera Sjálfstæðismenn sem tóku völdin af þeim Hellismönnum og ákváðu að vera með gólfframkvæmdir í sal þeirra í Mjóddinni einmitt núna. Svo Björn Þorfinnsson varð að bjarga í horn! FISKIMARKAÐSSKÁKMÓT!!!!

Alþjóðlega mótið í dag er ágætis vitnisburður um það fjölmenningarþjóðfélag (langt orð! Smile) sem við lifum í á Íslandi í dag. Aðeins einn keppandi af 10 býr ekki á Fróni heldur í Egyptalandi. Það mun vera Egyptinn,  Walaa Sarwat.  Keppendur eru frá Póllandi, Spáni, Egyptalandi og Íslandi. En þetta huldumót sem hefst í dag hefur eftirfarandi keppendur í töfluröð!

GrinGrinGrinGrin

1. Hjörvar Steinn Gretarsson
2. Omar Salama
3. WGM Lenka Ptacknikova
4. Ingvar Þór Jóhannesson
5. IM Sævar Bjarnason
6. IM Bragi Þorfinnsson
7. IM Walaa Sarwat
8. Jorge Fonseca
9. Andrzej Misiuga
10. Björn Þorfinnsson
Og í fyrstu umferð tefla saman:
Hjörvar Steinn - Björn
Omar  - Andrzej
Lenka - Jorge
Ingvar - Walaa
Sævar - Bragi
Augu marga munu beinast að Hjörvari, hann er ungur og efnilegur og hefur getu til að rúlla yfir okkur alla. Spurningin er aðeins þessi, er það núna?? Ingvar og Björn eru ofurhugar sem hyggjast landa titlinum. Hvað það þarf marga vinninga í þessu móti til að ná áfanga að alþjóðlegum meistaratitli er ekki ljóst ennþá. Enn það skýrist fljótlega. Ég á að tefla við Braga í 1. umferð, það verður barist til þrautar, það er ljóst.
Annars er ég langelstur keppenda, hokinn af reynslu. Andstæðingur minn í dag er fæddur 1981, hvað var ég að gera þá? 1981 meina ég. Skáklega séð var ég í blóma lífsins. Skelfilega er þetta hátíðlegt.Devil
1981, þá voru helgarskákmótin aðalmálin. Jóhann Þórir Jónsson var þá á sínu 40. ári og hafði haldið röð helgarmóta um land allt, þau urðu 50 þar til yfir lauk. Helgi Ólafsson var aðalskákmaðurinn og vann þau flest.. Ég varð efstur á mínu 1. helgarskákmóti í Neskaupstað. Vann Helga í um 20 leikjum þar. Skrýtin skák, best að reyna að finna hana. Stefán Þormar, aðalmaðurinn í litlu kaffistöðinni á Hellisheiði, hélt eitt fjölmennasta og glæsilegasta helgarskákmótið í Vík í Mýrdal. Það er svona langt síðan! How time flies Cool

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sævar Bjarnason

Höfundur

Sævar Bjarnason
Sævar  Bjarnason
Ég heiti Sævar Bjarnason og er alþjóðlegur meistari í skák.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • blogg3
  • blog2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband