Vælukjóa svarað!

Það er nokkuð langt síðan ég skrifaði síðast. Það hefur verið einhver skákleiði í mér og einnig get ég ekki annað sagt en færslur vælukjóa nokkurs á bloggsíðu sinni höfðu ekki hvetjandi áhrif á mig. Vælukjói þessi notaði sömu tækni og ég ætla að reyna núna, nefndi aldrei neinn með nafni, en var samt óspar á dylgjur og leiðindavæl sem allt saman átti að vera einhverjum öðrum en honum að kenna.

Vælukjóa þessum ætla ég ekki að svara efnislega, enda óvíst að hann hafi átt við mig! GrinGrinGrinGrin

Þó er ágætt að geta þess að ef skákmenn vilja fá að tefla ótruflaðir í útlöndum er óþarfi að lesa skakhornið. Þetta prófaði ég í febrúar þegar ég fór til Moskvu með ekki svo slæmum árangri. Hinsvegar ef menn vilja fylgjast með á skákhorninu er óþarfi að koma þar með dylgjur á fárra tíma fresti, það er eingöngu til þess gert að æra óstöðugan og fleiri og kalla yfir sig skæðadrífu sem menn  hafa til stofnað sjálfir. En ég er hættur barnauppeldi, vann við það lengi. Og þó ég sé giftur orðinn og lifi góðu lífi með spúsu minni sem er á barneignaraldri, þá er ég ekki til í það að eignast börn inn í þennan heim! DevilInLove

En heimsmeistaraeinvígið í Mexíkó stendur fyrir dyrum og einnig mánaðar Kínaferð mín þannig af nógu er að taka í sjálfu sér.

Þessi færsla er til þess að létta á mér sálarlega eingöngu og það er ágætt að hafa drifið þetta af! Devil

Nei, vælukjóa með niðurgang er ekki ástæða til að svara, hugsa þó málið ef hann framleiðir meira af steypu!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sævar Bjarnason

Höfundur

Sævar Bjarnason
Sævar  Bjarnason
Ég heiti Sævar Bjarnason og er alþjóðlegur meistari í skák.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • blogg3
  • blog2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband